UM Hönnun og viðhald
Verkfræðingur sem sérhæfir sig í viðhaldi og burðarþoli fasteigna eða nýbygginga fyrir einstaklinga, húsfélög og fyrirtæki.

Hannes Árnason heiti ég og stend að baki Hönnun og viðhalds. Ég er lærður byggingarverkfræðingur og með sveinspróf í smíði. Ég er með löggildingu hönnuða fyrir séruppdrætti burðarþols.

Mín þjónusta hjá Hönnun og viðhaldi hentar einstaklingum, fyrirtækjum og húsfélögum í viðhaldi fasteigna. Það sem geri er að þjónusta ykkur við að finna:
- hvaða verkefni þarf að framkvæma á fasteigninni
- hvað mun það kosta
- hver framkvæmir það
- hversu langan tíma tekur það

Algeng mistök í viðhaldsverkefnum á fasteignum er að taka lægsta boði. En ef þið vitið ekki hvað er að fasteigninni ykkar og hvernig ber að framkvæma það, er auðvelt fyrir verktaka að hoppa yfir nauðsynleg skref, jafnvel nota ódýrasta efnið, til að hámarka hag sinn en ekki ykkar.

Við útreikninga á burðarþoli er ég um 15ára reynslu sem nýtist vel í öll verkefni eins og:
- Nýbygging eða viðbygging úr timbri, steypu eða stáli
- Nýbygging eða viðbygging úr einingum
- Breyting á burðarþoli, t.d. fjarlægja burðarvegg


Hannes Árnason
Eigandi Hönnun og viðhalds.ehf
Hafa samband
Sendu á mig skilaboð með því verki sem þú hefur í huga. Gott er að hafa heimilisfang og stutta lýsingu á verkefninu.

hafa samband