Hönnun & Viðhald
Alhliða hönnunar- og viðhaldsþjónusta fyrir einstaklinga, húsfélög og fyrirtæki.
Læra meira
okkar þjónusta
Við sérhæfum okkur í viðhaldi og burðarþoli fasteigna eða nýbygginga fyrir einstaklinga, húsfélög og fyrirtæki.
Um okkur

Hver erum við?

Hannes Árnason heiti ég og er lærður verkfræðingur frá Háskólanum í Aalborg, Danmörku. Ég er með meistaragráðu í byggingarverkfræði, löggildingu hönnuða fyrir séruppdrætti burðarþols og með yfir 15 ára reynslu við útreikning á burðarþol. Einnig er ég lærður smiður og hef unnið við smíðar bæði á Íslandi og í Danmörku.

Lesa meira
Þjónusta

Hvernig get ég aðstoðað

Þarf að teikna eða hanna nýja fasteign eða breyta eldri fasteign.
Vantar þig að vita ástandið á húsinu þínu eða því sem þú ert að fara að kaupa.
Eða ertu að fara að byggja eða breyta burðarvegg í eldra húsnæði og vantar burðarþolshönnun.

Lesa meira
hvað Geri ég

Þjónustan mín

Alhliða viðhaldsráðgjöf
Hentar einstaklingum, húsfélögum og fyrirtækjum sem vilja alhliðaþjónustu við að koma fasteignum sínum í topp stand. Hver, hvað kostar og hvenær - við svörum öllum þeim spurningum.
Kostnaðar- og framkvæmdaráætlun
Kostnaðar- og framkvæmdaráætlun við endurbætur á fasteign. Frábær þjónusta til að vita hvað raunverulega kostar að skipta t.d. um þak á blokk.
Aðaluppdrættir
Teikna og hanna fasteignina þína eftir þínum óskum. Hef að leiðarljósi að notast við einfaldar og góðar lausnir
Burðarþolshönnun
Ég tek að mér burðarþolshönnun á öllum tegundum af mannvirkjum. Ég bý yfir um 15 ára reynslu við útreikning burðarþols í nýbyggingum, viðbyggingum, eða breytingum á núverandi burðarþoli
Framkvæmdarráðgjöf og rekstur
Viltu fá tímalínu fyrir fasteignina þína svo að þú getur skipulagt t.d. hússjóð eða sparnað til að mæta viðhaldi á næstu árum? Hvort er betra að byrja á þakinu eða gluggunum?
Skýrslu- og matsgerðir
Ég útbý skýrslur og matsgerðir við t.d. kaup á fasteignum. Þar færð þú nákvæmt yfirlit yfir ástand fasteignarinnar.
Hafa samband
Sendu á mig skilaboð með því verki sem þú hefur í huga. Gott er að hafa heimilisfang og stutta lýsingu á verkefninu.

hafa samband